Kleifaberg RE 70 tekið í slipp

Kleifaberg veiddi 60% af afla sínum í lögsögu annarra ríkja.
Kleifaberg veiddi 60% af afla sínum í lögsögu annarra ríkja. mbl.is/Árni Sæberg

Frystitogarinn Kleifaberg RE er í slipp þessa dagana. Aflaverðmæti frystitogarans var nálægt 3,7 milljörðum króna í ár og er það trúlega mesta aflaverðmæti íslensks skips á árinu og eru uppsjávarskipin þá ekki undanskilin.

Nærri lætur að á hverjum degi ársins hafi fiskast fyrir 10 milljónir króna. Í ár hefur Kleifabergið sótt um 60% af afla sínum í lögsögu annarra ríkja.

Í norskri lögsögu hefur verið veitt fyrir um 500 milljónir króna og 1.400-1.500 milljónir í rússneskri lögsögu, en þar þarf að greiða fyrir veiðiheimildir að hluta. Á Íslandsmiðum hefur mikið verið veitt af ufsa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert