Mætti ein til messu á jóladag

mbl.is/Eggert

Einungis ein manneskja sótti messu á jóladag í Innri-Njarðvíkurkirkju. Var gesturinn, Anna Meyvantsdóttir, ein í kirkjunni ásamt sóknarprestinum, kórnum, organista og meðhjálpara.

Anna segir í samtali við Víkurfréttir að athöfnin hafi verið falleg. Hún bætir því við að synd sé að enginn skyldi hafa lagt leið sína í kirkjuna til þess að hlusta á messu séra Baldurs Rafns sóknarprests.

Messan hófst klukkan 11 á jóladagsmorgun en presturinn Baldur Rafn Sigurðsson segir að hugsanlega megi athuga það að breyta tímasetningu messunnar.

Sjá umfjöllun Víkurfrétta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert