Tugmilljóna tjón

Eskifjörður. Leifar af bryggunni við Svanssjóhús.
Eskifjörður. Leifar af bryggunni við Svanssjóhús. mbl.is/Jens Garðar Helgason

Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir að líklega nemi tjón vegna ofsaveðursins tugum milljóna króna í Fjarðabyggð. Ekki var búið að meta tjónið til fulls í gær.

Óveðrið í fyrrinótt varð verst í Fjarðabyggð og olli miklu tjóni á Eskifirði. Einnig varð tjón á Fáskrúðsfirði, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Djúpavogi og víðar á Austurlandi. Hásjávað var og mikill áhlaðandi.

Lögregla, björgunarsveitir og starfsmenn sveitarfélaga og hafna unnu að því að afstýra tjóni á meðan óveðrið geisaði. Veðrið fór að ganga niður um hádegi í gær. Ítarlega er fjallað um óveðrið og afleiðingar þess í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert