Fjöldaárekstur í Ártúnsbrekku

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Sex til sjö bíla árekstur varð í neðanverðri Ártúnsbrekku nú fyrir skömmu. Ekki hafa verið kallaðar út sjúkrabifreiðar og liggur því ekki fyrir hversu alvarlegt slysið er. 

Að sögn blaðamanns mbl.is á vettvangi varð slysið á akgrein til vesturs í átt að miðbæ Reykjavíkur. Veldur það miklum umferðartöfum þar sem ein eða tvær akgreinar eru stopp. Í ofanálag hægja margir ökumenn mikið á sér þegar keyrt er framhjá slysinu og hefur því myndast löng bílaröð í brekkunni og allt upp að Höfðabakkabrú.

Uppfært 17:46

Áreksturinn virðist hafa verið minni háttar. Allir bílarnir eru nú horfnir af vettvangi og Ártúnsbrekkan er greiðfær að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert