Skipstjórinn af stað í loðnuleit í lopapeysunni

Guðmundur Bjarnason skipstjóri, til vinstri, og Birkir Bárðarson fiskifræðingur við …
Guðmundur Bjarnason skipstjóri, til vinstri, og Birkir Bárðarson fiskifræðingur við brottför. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hefð og hjátrú samkvæmt var Guðmundur Bjarnason, skipstjóri á Árna Friðrikssyni RE, í sinni munstruðu lopapeysu þegar skipið lagði frá bryggju í Reykjavík í gær.

Í meira en tuttugu ár hefur Guðmundur alltaf verið í þessari sömu flík þegar farið er úr höfn og reynslan er góð. Skipið tók stefnuna út Faxaflóa og vestur með landinu.

Löng hefð er fyrir því að skip Hafrannsóknastofnunar leggi upp í leiðangur á fyrstu dögum ársins og ástand loðnustofnsins er kannað. Þegar niðurstöður liggja fyrir er svo hægt að gefa út veiðiheimildir eftir bestu þekkingu, að því er fram kemur í umfjöllun um leiðangurinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert