Samvinna atvinnulífs og stjórnvalda

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 1. varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir kennitöluflakk vera leiðinlegan ósið sem stjórnvöld og atvinnulífið þurfi sameiginlega að vinna bug á.

„Skattamál eru ekki á hendi okkar í fjárlaganefnd en þau eins og önnur mál eiga erindi við alla þingmenn,“ segir Guðlaugur Þór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Guðlaugur Þór telur atvinnulífið þurfa að axla ábyrgð með stjórnvöldum. „Lagasetning nær eingöngu svo langt þar til hún er farin að hamla þeim sem stunda heiðarleg viðskipti og þess vegna mikilvægt að atvinnulífið komi til móts við stjórnvöld og sýni af sér þá samfélagslegu ábyrgð að versla ekki við aðila sem stunda kennitöluflakk.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert