Annir hjá slökkviliðinu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í þrjú minniháttar eldsútköll í gærkvöldi og nótt og töluverður erill hefur verið í sjúkraflutningum, að sögn varðstjóra.

Um hálf átta í gærkvöldi var kveikt í póstkassa í fjölbýlishúsi í Breiðholti en þegar slökkviliðið kom á staðinn höfðu íbúar í húsinu slökkt eldinn með duftslökkvitæki. Minniháttar skemmdir urðu á húsnæðinu og er málið í rannsókn lögreglu.

Eldur kom upp í bifreið í Mosfellsbæ en eigandi bifreiðarinnar hafði náð að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn.

Síðan var tilkynnt um eld í Spönginni í Grafarvogi en þar hafði gaspera sprungið og virkjað  brunaboða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert