Heimilisofbeldi í Mosfellsbæ

Tveir gista í fangaklefa í nótt vegna þess hversu ölvaðir …
Tveir gista í fangaklefa í nótt vegna þess hversu ölvaðir þeir voru. mbl.is/Eggert

Lögreglan var kölluð á heimili í Mosfellsbæ vegna heimilisofbeldis um hálfeittleytið í nótt. Málið er í vinnslu lögreglu en alls eru 49 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun.

Um ellefuleytið í gærkvöldi var líkamsárás tilkynnt til lögreglunnar. Sá sem varð fyrir ofbeldinu er með minniháttar meiðsl og er vitað hver ofbeldismaðurinn er.

Tveir menn voru handteknir í gærkvöldi og nótt vegna ölvunarástands og gista þeir báðir fangageymslur þar til af þeim rennur en annar þeirra á ekki í nein önnur hús að venda.

Um níu í gærkvöldi var ökumaður tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. 

Ungmenni voru handtekin við veggjakrot á Hverfisgötu um hálftvö í nótt og er málið í vinnslu hjá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert