100 borga 75% allra launa

Við seinustu álagningu var yfirfæranlegt tap fyrirrtækja 7.436 milljarðar kr., …
Við seinustu álagningu var yfirfæranlegt tap fyrirrtækja 7.436 milljarðar kr., sem er 24 sinnum meira en skattskyldur hagnaður. mbl.is/Golli

Fremur fá fyrirtæki greiða mjög stóran hluta þess tekjuskatts sem lagður er á fyrirtæki og aðra lögaðila hér á landi. Einnig greiða fá fyrirtæki og stofnanir bróðurpart tryggingagjaldsins sem lagt er á laun.

Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá Ríkisskattstjóra, í Tíund, fréttablaði embættisins, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

,,[...] 100 launagreiðendur greiða meira en þrjá fjórðu hluta allra launa í landinu,“ segir í greininni. Fram kemur að við álagningu sl. haust greiddu 20 stærstu fyrirtækin í landinu 29,2 milljarða í tekjuskatta sem er nálægt því helmingur alls tekjuskatts sem fyrirtæki greiða hér á landi. Alls eru tekjuskattskyld félög hér á landi 39.813 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert