Graham og Icelandair ná sáttum

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir sátt hafa náðst milli flugfélagsins og Drew Graham, eiganda rafmagnshjólastóls sem eyðilagðist þegar verið var að flytja hann um borð í vél fyrirtækisins. Það liðu því ekki nema 10 klukkustundir frá því færsla Gary Graham um málið birtist þar til sættir náðust en þar áður höfðu viðræður staðið yfir í þrjár vikur.

Upphaflega hafði fyrirtækið boðið Graham 1.000 pund í bætur fyrir stólinn sem Graham sagði 20 þúsund punda virði.

„Við höfum verið í sambandi við fjölskylduna og það eru allir sammála um að leysa úr þessu í sátt og samlyndi,“ segir Guðjón. Hann segir fyrirtækið nú eiga góð samskipti við fjölskylduna að nýju og að full sátt hafi náðst en gefur þó ekki upp í hverju sáttin felst.

Eins og áður hefur komið fram fylltust Facebook og Twitter síður Icelandair af kvörtunum en fyrirtækið hefur nú tekið tilvið að svara hverri og einni.

Fréttir mbl.is:
Icelandair á kafi í kvörtunum
„Vert að huga að tryggingum“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert