Engar vísbendingar um hrygningargöngu loðnunnar

Loðnan lætur ekki sjá sig.
Loðnan lætur ekki sjá sig.

Engin loðna sást út af austurhluta Norðurlands og fyrir Norðausturlandi í loðnumælingarleiðangri skipa Hafrannsóknastofnunar og þriggja veiðiskipa.

Ber þessum upplýsingum saman við fréttir frá togaraskipstjórum sem telja að lítið líf sé á þessum slóðum. Allavega sáust engar vísbendingar um kröftuga hrygningargöngu þar eins og oft hefur verið á þessum tíma.

Sú loðna sem sást við vestanvert Norðurland og Vestfirði var ekki í neinum stórum þéttingum. Þegar veður lægir fer Árni Friðriksson RE ásamt einu veiðiskipi til að mæla þá loðnu sem skipstjórarnir sáu í leiðangrinum. Eftir það verður loðnuráðgjöfin endurmetin, að því er fram kemur í umfjöllun um leit að loðnunni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert