Notkun jáeindaskanna hefst næsta vetur

Framkvæmdir við húsið hefjast á mánudag.
Framkvæmdir við húsið hefjast á mánudag. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Reykjavíkurborg hefur samþykkt leyfisumsókn til byggingar húss á lóð Landspítalans við Hringbraut þar sem jáeindaskanni verður starfræktur.

Að sögn Péturs Hannessonar, yfirlæknis röntgendeildar Landspítala, hefjast framkvæmdir næsta mánudag þegar jarðvinna byrjar. Búist er við að byggingu ljúki í sumarlok.

Starfsemin í húsinu mun hefjast um miðjan næsta vetur ef áætlanir standast. Að sögn Péturs er von á jáeindaskannanum til landsins í haust. Þá telur hann að ráða þurfi nokkra starfsmenn til að sinna starfseminni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert