Sigrún Mosfellingur ársins 2015

Sigrún kampakát með verðlaunin.
Sigrún kampakát með verðlaunin. Ljósmynd/Raggi Óla

Sigrún Þ. Geirsdóttir hefur verið útnefnd Mosfellingur ársins 2015 af bæjarblaðinu Mosfelling. Hún vann það þrekvirki að synda yfir Ermasund, fyrst íslenskra kvenna. Sigrún synti 62,7 km á 22 klukkustundum og 34 mínútum.

Þar af var hún sjóveik í sjö klukkustundir og kastaði upp eftir hverja matargjöf.

„Þegar ég ákvað að fara í þetta sund átti ég  ekki von á allri þessari athygli. Ég er nú frekar feimin og því er þetta bæði gaman og erfitt. Þetta var ótrúlegt ævintýri og ég er mjög stolt af sjálfri mér að hafa klárað sundið og ekki gefist upp þrátt fyrir mikið mótlæti á leiðinni,“ sagði Sigrún í samtali við Mosfelling.

Hún hefur stundað sjósund undanfarin ár og hafði í tvígang synt boðsund yfir Ermasund. Var það kveikjan að lönguninni til að fara leiðina ein. Samkvæmt Mosfelling eru þrjú ár frá því að Sigrún lærði skriðsund og afrek hennar því ótrúlegt.

Mosfellingur ársins ásamt ritstjóra Mosfellings, Hilmari Gunnarssyni.
Mosfellingur ársins ásamt ritstjóra Mosfellings, Hilmari Gunnarssyni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert