Grunur um refsivert athæfi

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, segir að fimmtán málum hafi verið vísað til lögreglunnar til framhaldsmeðferðar, þar sem kennitöluflakk kemur við sögu.

„Það eru ein fimmtán mál sem við höfum vísað til lögreglunnar, þar sem kennitöluflakk á sér stað með þeim hætti að grunur leikur á að um refsiverða háttsemi sé að ræða og getur þá leitt til þess að aðilar sæti málshöfðun eða sektarmeðferð af hálfu stjórnvalda,“ sagði Skúli Eggert í samtali við Morgunblaðið í gær.

Í umfjöllun um mál þetta í blaðinu í dag segir ríkisskattstjóri að fjárhæðir sem um ræðir samtals hvað varðar málin fimmtán séu nálægt tveimur milljörðum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert