Inflúensan komin til landsins

„Það hefur verið mikið álag allt síðastliðið haust og sérstaklega …
„Það hefur verið mikið álag allt síðastliðið haust og sérstaklega í kringum hátíðarnar,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri á LSH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stöku tilfelli af inflúensu hafa greinst, samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarsviði Embættis landlæknis.

Algengasta veiran sem greindist í síðustu viku var hins vegar nóróveira en einkenni hennar eru uppköst og niðurgangur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Inflúensunnar hefur þó enn ekki orðið vart á Landspítalanum svo neinu nemi. Hins vegar er álagið á spítalanum mikið, sérstaklega yfir og eftir hátíðarnar. Umgangspestir og fjölmörg hálkuslys hafa aukið álagið. Sjúklingar þurfa víða að liggja á göngum spítalans, á biðstofum og í skoðunarherbergjum vegna þrengsla, að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert