Störfum fjölgar um 8.000 til 2018

Dregið hefur jafnt og þétt úr atvinnuleysi á Íslandi undanfarin …
Dregið hefur jafnt og þétt úr atvinnuleysi á Íslandi undanfarin ár. Það gæti farið niður í 2,5% á þessu ári. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gert er ráð fyrir því að um 8 þúsund störf muni bætast við á vinnumarkaði til ársins 2018. Atvinnuleysi árið 2016 gæti farið undir 2,5%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018. 

Búast má við að störfum fjölgi um 3.500 til 4.000 á árinu 2016 verið hagvöxtur milli 3 og 4%. 

Á síðasta ári fjölgaði störfum um 3.500. Á næsta ári er búist við því að störfum fjölgi um 2.400 og árið 2018 mun þeim fjölga um 2.000 samkvæmt spá stofnunarinnar.

Flest ný störf hafa orðið til í ferðaþjónustunni.
Flest ný störf hafa orðið til í ferðaþjónustunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

192 þúsund starfandi árið 2018

Samanlagt munu um 8 þúsund störf bætast við á vinnumarkaði til ársins 2018. Gert er ráð fyrir því að hátt í 192 þúsund manns verði starfandi á Íslandi árið 2018 en í ár er starfsólkið um 184 þúsund.  „Aðrir hafa verið að spá enn meiri fjölgun starfa næstu árin og það kann vel að vera,“ segir Karl Sigurðsson, einn skýrsluhöfunda. 

Mesta fjölgun starfa hefur orðið í ferðaþjónustunni og samkvæmt skýrslunni er ljóst að leita þarf eftir erlendu vinnuafli í mörg þeirra starfa. „Það hefur verið töluvert innstreymi af erlendu starfsfólki í þessa grein og við gerum ráð fyrir því að sú þróun haldi áfram,“ segir Karl.

Samkvæmt skýrslunni má reikna með því að hlutfall erlends starfsfólks á vinnumarkaði verði um 10% árið 2018.

Lítil fjölgun hefur aftur á móti verið í störfum á vegum ríkisins og sveitarfélaga.

Erlendum starfsmönnum mun halda áfram að fjölda á Íslandi á …
Erlendum starfsmönnum mun halda áfram að fjölda á Íslandi á næstu árum. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir


Atvinnuleysi undir 2,5%

Að jafnaði verður atvinnuleysi ársins 2015 um 3%, samkvæmt skýrslunni. Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisskrá í lok nóvember 2015 var um 4.900 en um 6.300 manns voru á atvinnuleysisskrá í byrjun ársins.

Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi geti farið niður undir 2,5% árið 2016 og meðalfjöldi á atvinnuleysisskrá verði milli 4 og 5 þúsund.

Mesta atvinnuleysið er sem fyrr á Suðurnesjum.
Mesta atvinnuleysið er sem fyrr á Suðurnesjum. Sigurður Bogi Sævarsson

Mesta atvinnuleysið á Suðurnesjum

Ekki er búist við því að störfum muni fjölga að marki á vegum sveitarfélaga á árinu 2016 í það minnsta. Mesta atvinnuleysið árið 2015 var á Suðurnesjum, eða 4% að jafnaði. Annars staðar var það um eða innan við 3%.

Atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur minnkað hægar undanfarin misseri en meðal fólks með minni menntun að baki og þá einkum meðal háskólamenntaðra kvenna.

Að sögn Karls er allstór hópur háskólamenntaðra að sinna störfum sem krefjast ekki háskólamenntunar, eða 25%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert