Ósamið við flugvirkja

Ekki tókst að ljúka í gær kjarasamningum fyrir sex flugvirkja sem starfa hjá lofthæfis- og skráningardeild Samgöngustofu. Nýr fundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara í dag. Flugvirkjafélagið hefur boðað til verkfalls hjá Samgöngustofu að morgni mánudags, hafi samningar ekki tekist.

Birkir Halldórsson úr samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands segir að flugvirkjarnir hafi starfað án kjarasamnings frá árinu 1989. Samningurinn sem nú er unnið að er fyrsti samningur sem gerður er fyrir umrædda starfsmenn Samgöngustofu. Birkir segir að verið sé að sníða hann utan um núverandi kjör þeirra.

Ekki er búist við að verkfall hefði mikil áhrif á starfsemi flugrekenda, að minnsta kosti ekki fyrst í stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert