Stefnir á að komast í úrslit á Ólympíuleikunum

Eygló Ósk Gústafsdóttir brosti breitt og er nánast enn brosandi …
Eygló Ósk Gústafsdóttir brosti breitt og er nánast enn brosandi eftir magnaðan árangur sinn á EM. Ljósmynd/Deepbluemedia/Giorgio Perottino

Enda þótt sjö mánuðir séu til stefnu er undirbúningur Eyglóar Óskar Gústafsdóttur, íþróttamanns ársins, vegna Ólympíuleikanna í Ríó þegar hafinn.

Sundkonan er þessa dagana við æfingar á eyjunni Guadeloupe í Karíbahafinu og tilgangurinn er ekki síst að æfa við svipuð skilyrði og búast má við í Brasilíu.

Í samtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins segist Eygló stefna á að komast í lokaúrslit á leikunum enda sanni dæmin að þegar þangað er komið geti allt gerst. Hún fer nú í annað sinn á Ólympíuleika og hefur þegar sett stefnuna á þriðju leikana, í Tókýó að fjórum árum liðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert