Þrír sinueldar í höfuðborginni

Töluverður sinueldur logaði við Borgarholtsskóla seint í gærkvöldi.
Töluverður sinueldur logaði við Borgarholtsskóla seint í gærkvöldi. Ljósmynd/Þóra Sif Svansdóttir

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að slökkva þrjá sinuelda í gærkvöldi og nótt. Sá umfangsmesti var við Borgarholtsskóla og er talið mögulegt að hann hafi kviknað út frá flugeldum. Þó snjór sé víða á jörðu eru þurrir grasblettir inn á milli og því þurfti slökkviliðið að bregðast skjótt við er tilkynningar um eldana bárust. 

Slökkviliðið fékk tilkynningu um sinueldinn við Borgarholtsskóla eftir kl. 11 í gærkvöldi. Íbúi sem hafði samband við mbl.is segist hafa séð hvar kveikt var í flugeldatertu sem hafi sprungið og eldur barst í gras. Íbúinn hringdi strax á Neyðarlínuna. 

Um kl. 5 í nótt var slökkvilið svo aftur kallað út vegna sinuelds við Köllunarklettsveg. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en kviknaði hafði í á um 300 fermetra svæði.

Í nótt bars svo einnig tilkynning um sinueld í Gróttu og þar brann svipað stórt svæði og við Köllunarklettsveg. Einnig gekk greiðlega að slökkva þann eld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert