Eldur í rafmagnstöflu í Viðey

Eldur kom upp í rafmagnstöflu í Viðey um klukkan fjögur …
Eldur kom upp í rafmagnstöflu í Viðey um klukkan fjögur í dag. mbl.is

Eldur kom upp í rafmagnstöflu í Viðey um fjögurleytið í dag. Fjórir menn frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sendir út í eyjuna með lóðsbáti frá Reykjavíkurhöfn. Þegar slökkvilið bar að garði hafði eldurinn slokknað af sjálfu sér.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn í inntakstöflu fyrir hitann í Viðey. Brunaviðvörunarkerfi eyjunnar gerði viðvart til öryggisfyrirtækis og þá var ákveðið að senda slökkviliðsmenn út í eyjuna. Verkefnið tók skamma stund en talsverð fyrirhöfn fólst í því að komast út í Viðey. 

Talið er að kviknað hafi í töflunni vegna bilunar í búnaði hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert