Sláandi hversu margir óku framhjá

Hér má sjá mynd sem Valdimar tók af slysinu í …
Hér má sjá mynd sem Valdimar tók af slysinu í Ártúnsbrekku í dag. Ljósmynd/Valdimar Þórðarson

Valdimar Þórðarson varð vitni að árekstri í Ártúnsbrekkunni í morgun þegar ung móðir með tvö lítil börn í bíl sínum skall nokkuð hart á flutningabíl í hálkunni. Hann segir sláandi hversu margir bílar hafi ekið framhjá slysstaðnum án þess að stoppa og bjóða fram aðstoð.

„Ég var að keyra fyrir aftan bílinn hjá konunni þegar hún missti stjórn á honum og skall á flutningabílnum,“ segir Valdimar í samtali við mbl.is. Slysið varð í Ártúnsbrekkunni á austurleið. Valdimar ákvað að stöðva bifreið sína og athuga hvort ekki væri allt með felldu.

Hann segir konuna hafa verið í miklu áfalli en hún var ein á ferð með börnin sín tvö, annað eins árs og hitt þriggja ára. Valdimar hjálpaði henni að losa börnin úr bílnum og bauð þeim inn í sinn bíl sem stóð í skjóli fyrir umferðinni og snjókomunni.

Flutningabílstjórinn hringdi í lögregluna og tilkynnti slysið og jafnframt að enginn hefði slasast. Að lokum kom svo eiginmaður konunnar og sótti hana og börnin tvö. 

Í facebookinnleggi sínu segist Valdimar telja allt of algengt að fólk keyri framhjá slysum sem þessum og hugsi að það stoppi líklega einhver annar og hjálpi. Hann hvetur fólk til að hjálpa náunganum og gera góðverk. „Það drepur þig ekki þótt þú missir nokkrar dýrmætar mínútur af tímanum þínum.“

Varð vitni af árekstri í dag sem leit út fyrir að vera frekar saklaus. Ég hugsaði um að keyra bara framhjá í fyrstu en á...

Posted by Valdimar Þórðarson on Monday, 11 January 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert