Tugir á slysadeild vegna hálkunnar

Tugir manna hafa leitað á slysadeild illa brotnir vegna hálkunnar.
Tugir manna hafa leitað á slysadeild illa brotnir vegna hálkunnar. mbl.is/Golli

„Þetta er einn af verstu dögum vetrarins hvað varðar hálkuslys,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans. Tugir manna hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í dag vegna slysa af völdum hálkunnar. Algengust eru ökkla- og úlnliðsbrot en einnig er um upphandleggsbrot og höfuðhögg að ræða. Þá segir Guðný Helga fólk á öllum aldri hafa leitað á deildina.

Hún segir fólk koma illa brotið og suma jafnvel farna úr lið. Landspítalinn hefur deilt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann hvetur fólk til að fara varlega í hálkunni þar sem snjórinn þekur klakabunka sem leynast víða.

Í morgun hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu og þekur nú snjórinn klakabunka sem leynast víða. Því hafa fjölmargir þurft a...

Posted by Landspítali on Monday, 11 January 2016



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert