Drápust um 10 fiskar af 15.000

Frá vettvangi í gærkvöldi.
Frá vettvangi í gærkvöldi. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

„Sem betur fer fór þetta vel og einungis tjón á loftunarbúnaði við tvö ker. Sennilega hafa drepist um 10 fiskar af 15.000 þannig að tjón er óverulegt og hefur ekki áhrif á okkar starfsemi sem betur fer.“

Þetta segir Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks, í svari við fyrirspurn frá mbl.is en eldur kom upp í fiskeldisstöð fyrirtækisins við Kalmanstjörn rétt fyrir utan Hafnir á Reykjanesi í gærkvöldi. Rannsókn á tildrögum eldsins stendur yfir.

Frétt mbl.is: Unnið að því að bjarga eldisfisknum

„Eldurinn var staðbundinn í enda hússins en nú er verið að vinna í því að bjarga eldisfisknum í húsinu,“ hafði mbl.is eftir Davíð Harðarsyni, stöðvarstjóra Stofnfisks við Kalmanstjörn, í gærkvöldi. Eldurinn hafi ekki náð að læsa sig almennilega í húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert