Fær aðeins hálf grunnlaun

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Verjandi lögreglumannsins sem hnepptur var í gæsluvarðhald fyrir áramótin fékk í gær afhend gögn í málinu, en þar kemur meðal annars fram á hvaða grundvelli málið er byggt, afrit af skýrslum yfir vitnum og uppskrift af því símtali sem talið er vera upphaf málsins.

Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður, segist ekki vilja tjá sig nánar um þau atriði sem farið er í gögnunum eða staðfesta nákvæmlega hvaða orð það eru sem héraðsdómur byggði ákvörðun sína um gæsluvarðhald.

Segir Ómar að afstaða skjólstæðings síns sé alveg óbreytt eftir að hafa fengið öll skjölin í hendur. Segir hann að nú sé bara að bíða þess að rannsókn málsins ljúki og sjá hvort að ríkissaksóknari felli niður málið eða gefi út ákæru.

Í gær sagði mbl.is frá því að lögreglumanninum hafi verið vikið frá störfum um stundarsakir. Aðspurður hvort kæra eigi þá niðurstöðu til innanríkisráðuneytisins segir Ómar að það sé algjör óþarfi, þar sem niðurstaða úr rannsókninni muni væntanlega vera komin áður en niðurstaða úr slíku kærumáli liggi fyrir.

Meðan lögreglumaðurinn er í leyfi frá störfum er hann aðeins á hálfum grunnlaunum, en Ómar segir að verði rannsóknin felld niður verði gerð krafa um að gerð verði krafa um mismun á heildarlaunum og hálfum launum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert