Skafrenningur á vegum

Vegurinn um Hellisheiði hefur verið lokaður í morgun en umferð hefur getað farið um Þrengslin. Mokstur hefur gengið vel og eru allar helstu leiðir á Suðurlandi við það að opnast. Eins og sjá má var mikill skafrenningur við Bláfjallaafleggjarann og Litlu Kaffistofuna í morgun.

Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa haft í nógu að snúast eftir mikla snjókomu í nótt en einnig var ófært um Mosfellsheiði. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir frekari snjókomu fyrr en á föstudag en búast má við töluverðum kulda á næstu dögum og mun frostið ná tveggja stafa tölum víða um land.  

<strong>Uppfært kl. 11:50</strong> <em>Að sögn Vegagerðarinnar er vegurinn yfir Hellisheiði nú opinn.</em> <a href="/frettir/vedur/#!sl=2,st=reykjavik">Sjá veðurvef mbl.is</a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert