Þór nálgast Hoffellið

Hoffell flutningaskip Samskipa
Hoffell flutningaskip Samskipa Samskip

Varðskipið Þór er leið til að sækja flutningaskipið Samskip Hoffell sem er vélarvana djúpt suður af landinu. Ferðin gengur vel, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, og miðað við stöðuna í morgun var von á varðskipinu að flutningaskipinu um tíuleytið.

Samskip Hoffell varð vélarvana um hádegisbil á sunnudag, um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum. Skipið var þá á leið til Íslands. Helgafell, skip Samskipa, var við Hoffellið og átti í samskiptum við áhöfnina.

Hoffell er 5.500 tonna gámaskip. Í áhöfn þess eru 13 manns og amar ekkert að þeim. Á svæðinu var austnorðaustan og um 6-7 metra ölduhæð.

Varðskipið Þór hélt af stað á sunnudagskvöld. Skipið verður dregið til Reykjavíkur. Ekki er ljóst hvenær þau koma þangað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert