„Ekki vettvangur pólitískrar ádeilu“

Ráðherrarnir í Stundarskaupinu.
Ráðherrarnir í Stundarskaupinu. Skjáskot/RÚV

Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins hefur beðist afsökunar á atriði í Stundarskaupinu 2015, sem hann segir ekki í samræmi við þá ritstjórnarlínu sem RÚV hefur fylgt varðandi barna- og fjölskylduefni.

Þarna er líklega verið að vísa til atriðis þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru settir í gervi persóna úr Stjörnustríðsmyndunum.

„Ég og umsjónarmenn Stundarinnar okkar erum sammála um að barnaefni er ekki og á ekki að vera vettvangur pólitískrar ádeilu og það hefur ekki breyst,“ segir í færslu á Facebook-svæði RÚV.

Hér má finna skaupið.

Árétting frá dagskrárstjóra Sjónvarps:„Að gefnu tilefni. Við fólum einhverjum færustu stjórnendum og framleiðendum...

Posted by RÚV on Wednesday, 13 January 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert