Dýpkað í Landeyjahöfn

Dýpkunarskipið Dísa í Landeyjahöfn í október sl.
Dýpkunarskipið Dísa í Landeyjahöfn í október sl. mbl.is/GSH

Dýpkunarskipið Dísa vinnur nú að dýpkun í og við Landeyjahöfn, en dýpið við innsiglingu Landeyjahafnar er orðið of grunnt fyrir siglingar.

Þetta kemur fram á vefnum Eyjar.net. Þar er rætt við Jóhann Sigurðsson hjá Vegagerðarinni. Hann segir að Dísa sé við dýpkun í þessum veðurglugga en ekki sé gert ráð fyrir að það náist að opna höfnina.

„Þeir munu dýpka rennu fyrir sig til að geta siglt inn fyrir og vinna svo fyrir innan garða að dýpkun, sú vinna tapast ekki heldur flýtir fyrir í vor að opna höfnina," er haft eftir Jóhanni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert