Játningar liggja fyrir í bankaráni

Mennirnir komust undan með óverulega fjárhæð sem fannst síðan í …
Mennirnir komust undan með óverulega fjárhæð sem fannst síðan í Öskjuhlíð. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gæsluvarðhald  yfir tveimur mönnum sem eru grunaðir um að hafa framið vopnað rán í útibúi Landsbankans 30. desember síðastliðinn var fyrr í vikunni framlengt til 8. febrúar næstkomandi. Þetta staðfestir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Að sögn Árna er rannsókn málsins langt komin og liggja játningar fyrir.

Lögreglu barst tilkynning um ránið klukkan 13:22 en mennirnir komust und­an með óveru­lega fjár­muni sem fundust næsta dag. Lög­regl­an hóf í kjöl­farið um­fangs­mikla leit að mönn­un­um, m.a. í Öskjuhlíð. Ann­ar maðurinn var hand­tek­inn aðfaranótt 31. desember en hinn gaf sig fram við lög­reglu eft­ir að lýst var eft­ir hon­um.

Menn­irn­ir tveir hafa báðir áður komið við sögu hjá lög­reglu.

Frá útibúi Landsbankans í Borgartúni stuttu eftir ránið.
Frá útibúi Landsbankans í Borgartúni stuttu eftir ránið. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert