Neyðarblys sást á lofti

Mynd er úr safni og tengist efni fréttar óbeint.
Mynd er úr safni og tengist efni fréttar óbeint.

Neyðarlínu barst tilkynning frá vegfaranda um neyðarblys á lofti í námunda við Hafnarfjarðarhöfn. Voru bátar frá björgunarsveitunum því sendir út til leitar en engin ummerki fundust um sæfarendur í neyð.

Ólöf Snæhólm Bald­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hún segir björgunarmenn hafa verið kallaða út um klukkan 18 og voru tveir bátar sendir til leitar.

Samkvæmt heimildum mbl.is voru það bátarnir Fiskaklettur og Stefnir sem sinntu kallinu, en leit hefur nú verið hætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert