Neyðarbrautarmáli vísað frá

Máli borgarinnar gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar hefur verið vísað frá.
Máli borgarinnar gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar hefur verið vísað frá. mbl.is/Árni Sæberg

Máli Reykjavíkurborgar gegn íslenska ríkinu vegna lokunar neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli hefur verið vísað frá.

Reykjavíkurborg krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að innanríkisráðherra, fyrir hönd ríkisins, væri skylt að efna grein í samningi borgarinnar og ríkisins frá 25. október 2013 með því að tilkynna um lokun neyðarbrautarinnar.

Einnig var þess krafist að innanríkisráðherra endurskoði skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll til samræmis við lokun flugbrautarinnar innan 15 daga frá uppkvaðningu dóms í málinu að viðlagðri greiðslu dagsekta til Reykjavíkurborgar að fjárhæð tíu milljónir króna á dag.  

Til vara var þess krafist að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt vegna vanefnda á samningnum frá 2013.

Þá var Reykjavíkurborg jafnframt gert að greiða íslenska ríkinu 50.000 krónur í málskostnað.

Nálgast má frávísun málsins í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert