Tveir strætisvagnar í árekstri

Vagnarnir eru nokkuð skemmdir eftir áreksturinn.
Vagnarnir eru nokkuð skemmdir eftir áreksturinn. mbl.is/Björn Jóhann

Tveir strætisvagnar lentu í árekstri við gatnamót Snorrabrautar og Eiríksgötu í Reykjavík fyrir skömmu. Talsverðar tafir urðu á umferð vegna þessa en önnur akbraut Snorrabrautar er lokuð vegna óhappsins.

Samkvæmt lýsingum blaðamanns Morgunblaðsins, sem staddur var á vettvangi skömmu eftir óhappið, eru báðir strætisvagnar nokkuð skemmdir eftir áreksturinn. Sá aftari er með brotna framrúðu og talsvert skemmdur á framenda eftir að hafa gengið inn í vélarhúdd fremri vagnsins.

Ekki er vitað með slys á fólki að svo stöddu.

Uppfært klukkan 17:37

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu reyndist ekki þörf á aðstoð sjúkrabíla vegna slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert