Segir biðtíma og kostnað geta leitt til örorku

Hreyfing er mikilvæg fyrir gigtarsjúklinga.
Hreyfing er mikilvæg fyrir gigtarsjúklinga. mbl.is/Frikki

Rúmlega 5.000 Íslendingar eru með 75% örorkumat vegna stoðkerfissjúkdóma. Þessir sjúkdómar eru algengasta ástæða örorku hjá konum og hjá fólki sem er 50 ára og eldra. Þeir eru líka næstalgengasta ástæða örorku hjá báðum kynjum í öllum aldurshópum.

Emil Thoroddsen, framkvæmdastjóri Gigtarfélagsins, segir að ein ástæða þessarar háu tíðni örorku vegna stoðkerfissjúkdóma sé sú að biðtími gigtarsjúklinga eftir greiningu og meðferð sé allt of langur.

Þá hiki margir við að leita sér meðferðar vegna kostnaðar og það leiði til versnandi sjúkdómsástands, jafnvel örorku. „Snemmgreining er lykilatriðið í baráttunni við gigtarsjúkdóma,“ segir Emil í umfjölllun um mál eþtta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert