Guðmundur ekki til rannsóknar

Guðmundur Spartakus er sagður starfa í Salto del Guairá.
Guðmundur Spartakus er sagður starfa í Salto del Guairá. Ljósmynd/Wikipedia

Lögregluyfirvöld í Paragvæ og Brasilíu eru ekki að rannsaka meinta brotastarfsemi Guðmundar Spartakusar Ómarssonar. Þetta hefur RÚV eftir blaðamanninum Cándido Figueredo Ruiz, sem hefur fjallað um eiturlyfjasmygl og undirheima í löndunum tveimur.

Í frétt á vef RÚV segir að blaðmaðurinn hafi fjallað um og rannsakað feril Guðmundar, sem hann segir valdamikinn í fíkniefnaheiminum í Paragvæ. Lögreglan sé hins vegar ekki að rannsaka Íslendinginn.

Ruiz segir að hafa verði í huga að gríðarleg spilling sé innan lögreglunnar og í dómskerfinu, og eiturlyfjasmyglarar ráði yfir miklum fjármunum sem sé varið til að komast undan armi réttvísinnar.

Frétt mbl.is: Íslendingur valdamikill smyglari

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert