Rafmagnslaust í Vesturbænum

mbl.is/Styrmir Kári

Rafmagnslaust er á nokkuð stóru svæði í Vesturbæ. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur eru nokkrar dreifistöðvar úti vegna bilunar en það á eftir að staðsetja hana. Ef vel gengur standa vonir til að rafmagn verði aftur komið á innan klukkutíma.

Uppfært kl. 22.45:

Það er enn rafmagnslaust, að minnsta kosti á einhverjum svæðum. Meðal þess sem er úti eru ljóstastaurar og umferðarljós við og á mislægum gatnamótum Bústaðarvegs/Snorrabrautar og Miklubrautar/Hringbrautar.

Uppfært kl. 00.04:

Rafmagn er aftur komið á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert