Tveir strætisvagnar úr umferð

Vagnarnir eru nokkuð skemmdir eftir áreksturinn eins og sjá má …
Vagnarnir eru nokkuð skemmdir eftir áreksturinn eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á vettvangi. mbl.is/Björn Jóhann

Tveir vagnar Strætó eru komnir tímabundið úr umferð eftir að þeir rákust saman á Snorrabraut í gær. Jóhannes Rúnarsson, forstjóri Strætó segir það ekki hafa áhrif á áætlanir Strætó.

„Það hitti þannig á að við vorum að taka átta nýja vagna í notkun og það fóru fjórir nýir vagnar út í morgun. Þannig að það er ekki vandamál að það vanti tvo,“ segir Jóhannes í samtali við mbl.is.

Að sögn Jóhannesar varð slysið með þeim hætti að fyrri vagninn þurfti nauðsynlega að nauðhemla vegna einhvers sem fór fyrir hann. Hinn vagninn náði ekki að bremsa í tæka tíð og lenti á fyrri vagninum. „Sem betur fer urðu engin slys á fólki og það skiptir mestu máli,“ segir Jóhannes.

Fyrri frétt mbl.is: Tveir strætisvagnar í árekstri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert