Bjarni segir heimild víst liggja fyrir

Bjarni og Frosti virðast ekki á einu máli um hvort …
Bjarni og Frosti virðast ekki á einu máli um hvort samþykki Alþingis vegna aðildar Íslands að bankanum liggur fyrir.

Alþingi hefur þegar veitt heimild til þeirra skuldbindinga sem aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu leiðir af sér, í fjáraukalögum fyrir síðasta ár. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Facebook-færslu. Tilefnið eru skrif Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, í gærkvöldi en hann dró í efa að ráðherra ætti nokkurt erindi á stofnfund bankans þar sem Alþingi hefði ekki samþykkt að gerast stofnaðili að bankanum.

Frétt mbl.is: Segir Bjarna skorta samþykki Alþingis

Bjarni segir að fimmtungur skuldbindingarinnar komi til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. Þar af hafi  hlutur þessa árs verið greiddur í samræmi við heimild sem Alþingi veitti í fjáraukalögum. Bankinn fjármagni sig að öðru leiti á markaði og afar ólíklegt sé að afgangur stofnfjársins verði innkallaður.

„Um helmingur stofnaðila bankans tekur þátt í stofnfundinum með fyrirvara um endanlega staðfestingu heima fyrir en í samræmi við stofnsamning bankans er unnt að gerast stofnaðili allt til loka yfirstandandi árs. Formleg fullgilding Íslands á stofnsamningi bankans bíður afgreiðslu hefðbundinnar þingsályktunartillögu sem utanríkisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi með samþykki þingflokka beggja stjórnarflokkanna,“ segir Bjarni á Facebook.

Vegna frétta um aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu vil ég árétta þetta: Í dag er formlegur...

Posted by Bjarni Benediktsson on Saturday, 16 January 2016

Þess ber að geta að athugasemdir Frosta lúta ekki eingöngu að fjármögnun heldur einnig að ákveðnum undanþágum.

„Samþykkt­ir bank­ans krefjast nefni­lega und­anþágu bank­ans og starfs­manna hans frá skött­um, und­anþágu frá fjár­mála­eft­ir­liti og í raun verður þessi banki haf­inn yfir lög og regl­ur Íslands. Slík fríðindi get­ur eng­inn samþykkt án heim­ild­ar Alþing­is,“ sagði Frosti á Facebook í gær.

Tilefni skrifa hans var, sem fyrr segir, ferð fjármálaráðherra til Kína.

Vonandi verður skemmtilegt fyrir Bjarna að ferðast til Kína. Það er hins vegar alveg óvíst hvort hann á þangað nokkurt...

Posted by Frosti Sigurjonsson on Friday, 15 January 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert