Rúmlega einn af hverjum tíu erlendis

Margir Íslendingar fluttu af landi brott í kjölfar efnahagshrunsins.
Margir Íslendingar fluttu af landi brott í kjölfar efnahagshrunsins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ísland er í sjötti sæti OECD-þjóða sem hafa hæst hlutfall landsmanna búsetta erlendis. Alls bjó rúmlega einn af hverjum tíu Íslendingum á erlendri grundu árið 2014 að því er kemur fram í frétt Forbes. Írland trónir á toppi listans en einn af hverjum sex innfæddum Írum bjó erlendis það ár.

Í fréttinni kemur fram að jafnvel þó að efnahagur Írlands sé að taka við sér eftir efnahagshrunið flytji enn margir úr landi. Þannig hafi 35.300 Írar yfirgefið heimahagana á tólf mánaða tímabil til apríl 2015. Það var samdráttur um 13% frá árinu á undan en þá fluttu rúmlega 40.000 Írar úr landi.

Á Nýja-Sjálandi, Portúgal, Mexíkó og Lúxemborg hafa margir landsmenn einnig brugðið á það ráð að reyna fyrir sér annars staðar. Hlutfall brottfluttra er á bilinu 12,1-14,1%.

Í sjötta sæti listans eru svo Ísland en samkvæmt tölum OECD bjuggu 11,7% innfæddra Íslendinga á erlendri grundu árið 2014.

Frétt Forbes af hlutfalli brottfluttra landsmanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert