Bærinn kaupi St. Jósefsspítala

Mun Hafnarfjarðarbær kaupa St. Jósefsspítala?
Mun Hafnarfjarðarbær kaupa St. Jósefsspítala? Árni Sæberg

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerir að tillögu sinni að formlegar samningaviðræður hefjist við Fasteignir ríkisins um kaup bæjarins á eignarhlut ríkisins í St. Jósefsspítala.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. 

Þar segir að síðustu misseri hafi viðræður átt sér stað milli Hafnarfjarðarbæjar og fjármálaráðuneytisins um framtíð bygginga St. Jósefsspítala en fasteignirnar voru auglýstar til sölu á síðasta ári. Meðal annars hafa viðræður milli bæjarins og ríkisins snúist um beiðni bæjaryfirvalda um að sérstök forvalsnefnd verði sett á laggirnar um framtíðarhlutverk fasteignanna. Þeirri ósk var hafnað af hálfu ríkisins.

Í kjölfar þessa hyggst bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú óska eftir formlegum viðræðum um kaup á hlut ríkisins. Þannig yrði tryggt að bærinn hefði forræði yfir eignunum og gæti tryggt að þær kæmust í virka notkun í þágu nærsamfélagsins. Tillagan verður lögð fram til umræðu og afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn 20. janúar.

Frétt mbl.is: Vilja líf aftur á St. Jósefsspítala

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert