Dæmi um að konum í Reykjavík sé boðið leiguhúsnæði í skiptum fyrir kynlíf

Í kvennaathvarfinu.
Í kvennaathvarfinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dæmi eru um að konum í húsnæðisleit bjóðist íbúðir til leigu gegn því að hluti leiguverðsins sé goldinn með kynlífsþjónustu.

Starfskonum Kvennaathvarfsins er á hverju ári greint frá svona málum, segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra. Hún telur víst að tilvik þessi séu talsvert fleiri en opinberlega er vitað um. Sér þyki dapurlegt að til séu þeir sem vilji nýta sér neyð annarra.

„En mannskepnan er óútreiknanleg. Á hverju ári fáum við vitneskju um mál þar sem á að hagnast á neyð kvennanna. Þess eru dæmi að farið sé fram að á að hluti húsaleigu sé greiddur með kynlífsþjónustu. Auðvitað berast upplýsingar til okkar um aðeins fáein þessara mála. Þetta eru þó veruleiki sem er örugglega mun algengari en ætlað er.“

Alls 126 konur með 74 börn leituðu til Kvennathvarfsins í fyrra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Það eru nokkru fleiri en undanfarin ár. Hvað skýrir fjölgunina er ekki vitað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert