Íslenskan stærsta áskorunin

Sýrlenska flóttafólkið sem kemur til landsins á morgun og sest að í Kópavogi mun verða á íslenskunámskeiðum út árið. Misjafnt er hvernig grunn fólk hefur og sumir eru að byrja á að læra latneska stafrófið að sögn Margrétar Arngrímsdóttur, ráðgjafa þeirra hjá bænum. Von er á tveimur 6 manna fjölskyldum með börnum á öllum skólastigum.

mbl.is hitti Margréti í dag. Hún segir að búið sé að innrétta íbúðir fyrir fólkið með húsmunum og að þær séu orðnar heimilislegri en oft áður þegar tekið hafi verið á móti flóttafólki.

Alls er von á 35 flóttamönnum til landsins en Akureyrarbær tekur á móti 23 einstaklingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert