Kuldakast á Mývatni aðfaranótt föstudags

Kuldaskotið kom fram í tölum frá veðurstöðinni í Syðri-Neslöndum.
Kuldaskotið kom fram í tölum frá veðurstöðinni í Syðri-Neslöndum.

Íbúum við Mývatn brá mörgum í brún á föstudagsmorgun þegar í veðurfregnum var sagt frá 25 gráða frosti um nóttina, en um miðnætti hafði mælst um sex gráða frost og einnig morguninn eftir.

Mælingar sýna að kuldakastið náði hámarki um klukkan fjögur, aðfaranótt föstudags.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, er líklegt að aðstæður við Mývatn og veðurskilyrði hafi unnið saman og valdið kuldaskotinu, en léttskýjað var á þessum tíma, hægur vindur og mikil útgeislun. Vegna þess að kalt loft sé eðlisþyngra en heitt loft safnist það fyrir í dölum og lægðum í hægum vindi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert