Óeining um frumvörp

Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir haustþingið hafa verið eitt ömurlegasta þing sem …
Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir haustþingið hafa verið eitt ömurlegasta þing sem hún hefur setið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingi kemur aftur saman á morgun eftir tæplega mánaðarlangt frí. Húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félagsmálaráðherra, verða í brennidepli á fyrri hluta vorþingsins, en meðal mála sem búast má við að tekist verði á um er einkavæðing bankanna og nýr búvörusamningur milli ríkisins og bænda.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þinghópur Sjálfstæðisflokksins hafi margt að athuga við húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra.

Í umfjöllun um þinghaldið í Morgunblaðinu í dag telur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mikilvægast að fá umræður um stjórnarskrárbreytingar aftur inn í þingsal Alþingis og  Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingin muni leggja áherslu á húsnæðismálin á vorþinginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert