Sex grísir komu í heiminn

Það er mikilvægt fyrir litla grísi að nærast vel.
Það er mikilvægt fyrir litla grísi að nærast vel. Ljósmynd/Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Gyltan Sjöfn sem flutti í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn rétt fyrir jól frá bænum Laxárdal bætti við íbúatölu fjóssins í garðinum þegar hún gaut laugardaginn 16. janúar. Grísirnir sem eru sex talsins dafna vel og eru duglegir að drekka og Sjöfn stendur sig vel í nýja hlutverkinu.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu garðsins. Þar má einnig sjá myndskeið með nokkrum myndum af grísunum að drekka úr móður sinni en myndirnar voru teknar í dag, mánudaginn 18. janúar. 

Gyltan Sjöfn sem flutti í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn rétt fyrir jól frá bænum Laxárdal bætti við íbúatölu fjóssins í garðinum þegar hún gaut laugardaginn 16.janúar. Grísirnir sem eru sex talsins dafna vel og eru duglegir að drekka og Sjöfn stendur sig vel í nýja hlutverkinu. Meðfylgjandi myndir voru teknir af grísunum og Sjöfn 18.janúar.

Posted by Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn on Monday, January 18, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert