Verklag við úthlutun listamannalauna endurskoðað

Skrifstofur Rithöfundasambandsins eru í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Stjórnin ætlar að …
Skrifstofur Rithöfundasambandsins eru í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Stjórnin ætlar að láta endurskoða verklag við listamannalaun. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna ásakana sem stjórn Rithöfundasambands Íslands segist sitja undir vegna tillagna um nefndarmenn í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda var send út sérstök tilkynning frá stjórninni um helgina.

Þar segir m.a. að ekkert vinnulag sé fullkomið og þaðan af síður endanlegt og sífelldrar endurskoðunar sé þörf.

Þá segir að Rithöfundasambandið hafi átti frumkvæði að því að Bandalag íslenskra listamanna hefur nú sett á laggirnar starfshóp sem mun yfirfara verklag við skipun úthlutunarnefnda launasjóðanna og skoða allt sem mætti betur fara í verklaginu. Í starfshópnum eru sérfræðingar af vettvangi lista- og fræðasamfélagsins sem ekki þiggja listamannalaun, m.a. fyrrverandi formaður stjórnar Listamannalauna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert