Myndasyrpa: Komin til Íslands

Fyrsti hóp­ur sýr­lenska flótta­fólks­ins sem boðin hef­ur verið bú­seta hér á landi kom til landsins í dag. Um er að ræða sex fjölskyldur, þrettán fullorðna og tuttugu og tvö börn. Fjórar fjölskyldur héldu áleiðis til Akureyrar eftir stutt stopp á Keflavíkurflugvelli og Akureyri, en tvær fjölskyldur setjast að í Kópavogi.

Við komuna til Keflavíkur mátti sjá fjölmörg andlit sem voru brosandi út að eyrum, en einnig var ljóst að mikil þreyta var á fólkinu, enda hafði það ferðast í um sólarhring. Kom það frá Beirút í Líbanon með millilendingu í París.

Meðfylgjandi eru myndir sem ljósmyndarar mbl.is tóku bæði í Keflavík og á Akureyrarflugvelli þegar fólkið kom á nýjar heimaslóðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert