Nærri uppselt til Íslands

Straumur erlendra ferðamanna er enn að þyngjast.
Straumur erlendra ferðamanna er enn að þyngjast. mbl.is/Golli

Sigurjón Þór Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Norrænu ferðaskrifstofunnar, segir erlendum ferðamönnum hafa fjölgað svo mikið að óvíst sé hvort hægt verði að finna gistingu handa þeim öllum.

Því geti einhverjir þurft að hætta við ferðir, að því er fram kemur í umfjöllun um ferðaþjónustuna í Morgunblaðinu í dag.

„Við sjáum aukninguna í komum ferðamanna, það var met í fyrra. Ef það verður ennþá meiri aukning í ár, og það á enn eftir að byggja fjölda hótela, er ekki víst að framboðið haldist í hendur við eftirspurnina. Ef það gerir það ekki lenda menn í erfiðleikum,“ segir Sigurjón Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert