Samningar í burðarliðnum

Í nýju samningunum á að vera tryggt að ASÍ-félagar fái …
Í nýju samningunum á að vera tryggt að ASÍ-félagar fái sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á opinbera markaðinum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samninganefndir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins binda vonir við að geta undirritað nýja kjarasamninga á morgun, sem gilda fyrir um 85 þúsund félagsmenn á almennum vinnumarkaði.

Samningarnir eru gerðir í framhaldi af Salek-rammasamkomulaginu sem gert var sl. haust og fela í sér leiðréttingar á launum þeirra sem höfðu gengið frá endurnýjun kjarasamninga fyrir þann tíma.

Taldar voru góðar líkur á því í gær að takast muni að ljúka þessu á morgun en það ræðst endanlega af því hvort SA fá fullnægjandi svör frá ríkisstjórninni um lækkun tryggingagjalds eða aðrar mótvægisaðgerðir vegna kostnaðarauka samninganna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert