Íslenska skyrið á markað í Bretlandi

Umbúðir um þrjár tegundir af skyri eins og þær líta …
Umbúðir um þrjár tegundir af skyri eins og þær líta út í verslunum Waitrose-keðjunnar.

„Bretland er á margan hátt mjög áhugaverður markaður,“ segir Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Mjólkursamsölunnar.

Skyr framleitt hjá MS hér á landi verður til sölu í um 200 Waitrose-verslunum í London og nágrannaborgum frá 8. febrúar.

„Í Finnlandi seldum við um 5.200 tonn af skyri í fyrra á um fimm milljóna manna markaði, en í Bretlandi búa um 50 milljónir,“ segir Jón Axel. 390 tonna tollfrjáls innflutningskvóti til ESB verður nýttur í Bretlandi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert