617 heimilisofbeldismál á einu ári

Miðað við fjölda ofbeldismála á heimilum má búast við því …
Miðað við fjölda ofbeldismála á heimilum má búast við því að flest börn hafi annað hvort upplifað eða þekki einhvern sem hefur upplifað slíkt á eigin heimili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað verulega á höfuðborgarsvæðinu á milli ára eftir að sérstök áhersla  var lögð á þann málaflokk hjá lögreglunni. En það er svipuð þróun og annars staðar sem áhersla er lögð á að bregðast við heimilisofbeldi. Því málin eru ekkert fleiri heldur er upplýst um þau og þau skráð sem heimilofbeldi líkt og ótal mörg dæmi sýna og sanna. Því heimilisofbeldi hefur alltaf verið til en mikil leynd og um leið skömm fylgdi slíkum málum hér áður.

„Ég sagði engum frá“

12. janúar 2015 var ritað undir samkomulag milli lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu og borgaryfirvalda um að fara í nánara samstarf en áður. Farið er inn á heimili þegar mál af þessu tagi koma upp til þess að veita stuðning, bæði á vettvangi og strax í kjölfarið. „Markmiðið er að rjúfa vítahring heimilisofbeldis og taka á þessu samfélagsmeini sem það er á markvissari hátt en áður,“ sagði borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson þegar skrifað var undir samkomulagið.

mbl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók saman tölur um fjölda heimilisofbeldismála fyrir mbl.is. Samkvæmt þeim komu 617 heimilisofbeldismál til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 12. janúar 2015 til sama dags ári síðar. Árið á undan voru málin 300 talsins. En mál sem eru flokkuð sem ágreiningur milli styldra/tengdra aðila voru 798 talsins árið 2014 en 613 árið 2015.

Það er ekki sláandi munur á því hvaða dag brotin eru framin en flest eru þau á sunnudegi og fæst á miðvikudögum og fimmtudögum. Kvöldin eru algengasti tími heimilisofbeldis en svo virðist sem slíkt ofbeldi sé framið allan sólarhringinn en þó einna síst snemma á morgnana.

Af brotunum 617 eru 556 framin inni á heimilim, 59 úti við og tvö annars staðar. Alls hafa verið teknar 45 ákvarðanir um nálgunarbann (36)og brottvísun af heimili (9). Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóraembættinu þá er um bráðabirgðatölur að ræða sem gætu breyst lítillega við nánari yfirferð.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á lagaumhverfi í heimilisofbeldismálum. Meðal þess sem fram kemur í frumvarpinu er að sett verði sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi í almenn hegningarlög og einnig að bætt verði við ákvæði um þvingaða hjúskaparstofnun sem geri það refsivert að neyða annan mann til að ganga í hjúskap.

Verði frumvarpið samþykkt skapast skilyrði til að hægt verði að fullgilda samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi.

Á ráðstefnu í lok október í fyrra sagði Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­reglu­stjóra­embætt­inu á höfuðborg­ar­svæðinu, að fá heim­il­isof­beld­is­mál hafi náð fram­göngu í rétt­ar­kerf­inu og það hafi verið ein af ástæðunum fyr­ir því að lög­regl­an á Suður­nesj­um ákvað að leggja aukna áherslu á þenn­an mála­flokk fyr­ir nokkr­um árum. Því þrátt fyr­ir að búið væri að setja lög um nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili árið 2011 þá var þeim sára­sjald­an beitt því of­beld­inu var ekki fylgt eft­ir af hálfu lög­reglu og fé­lags­mála­yf­ir­valda.

Hún seg­ir heim­il­isof­beldi vera dauðans al­vöru og oft hafi það verið þannig að þolend­ur hafi ekki fengið þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Frá ár­inu 2003 hafi verið skráð 18 mann­dráp á Íslandi, 60% þeirra megi skil­greina sem heim­il­isof­beldi og í rúm­lega 40% til­vika hafi verið um aðila að ræða sem áttu í nánu sam­bandi. „Ísland er ekk­ert eins­dæmi hér – staðan er svipuð ann­ars staðar í heim­in­um. „Bara ef við gæt­um komið í veg fyr­ir eitt þá er stór­um áfanga náð.“

Alda Hrönn seg­ir að sam­kvæmt töl­um lög­regl­unn­ar séu karl­ar 86% gerenda í heim­il­isof­beld­is­mál­um og kon­ur 81% þolenda. 77% þeirra sem eru gerend­ur og þolend­ur séu ís­lensk­ir. Í 72% til­vika sé sá sem beiti of­beld­inu maki eða fyrr­ver­andi maki og í 64% til­vika séu börn á heim­il­inu.

Hún seg­ir að það sé al­geng­ur mis­skiln­ing­ur for­eldra að börn­in séu sof­andi þegar slíkt of­beldi á sér stað á heim­il­inu því yf­ir­leitt séu börn­in vak­andi þó svo þau þyk­ist sofa. Of­beldið er framið alla daga vik­unn­ar og oft­ast á milli klukk­an 18 og 23. Meiri­hluti þolenda og gerenda er á aldr­in­um 18-39 ára.

Heimilisofbeldi er ekkert einkamál

Verklag við heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er dauðans alvara og þó svo að foreldrar haldi …
Heimilisofbeldi er dauðans alvara og þó svo að foreldrar haldi að börn þeirra sofi þegar ofbeldiið á sér stað þá er það misskilningur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert